Fellaini stal sviðsljósinu í sigri á Manchester United Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2012 13:14 Nordicphotos/Getty Marouane Fellaini skoraði eina mark leiksins þegar Everton vann sanngjarnan 1-0 sigur á Manchester United í lokaleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Goodison Park í kvöld. Nýjasti liðsmaður United, Robin van Persie, byrjaði á bekknum en Sir Alex Ferguson ákvað að tefla fram Nani og Danny Welbeck hvor sínum megin við Wayne Rooney í framlínu United. Skemmst er frá því að segja að það virkaði ekki. Heimamenn í Everton voru mun ákveðnari frá fyrstu mínútu og fengu bestu færin í fyrri hálfleik. David de Gea, besti leikmaður gestanna, varði með tilþrifum bæði frá Leon Osman af stuttu færi og aukaspyrnu Leighton Baines. Þá setti Fellaini boltann í stöngina af stuttu færi en markalaust var í leikhléi. Síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og þeim fyrri lauk. Leon Osman átti hörkuskot í slá eftir undirbúning Fellaini áður en heimamenn náðu forystunni. Fellaini skallaði þá boltann af krafti í netið eftir hornspyrnu en Michael Carrick, sem hafa átti gætur á Belganum stæðilega, leit illa út í markinu. Carrick stóð vaktina í vörninni í fjarveru Rio Ferdinand. Ljóst er að það veikir varnarleik United til muna í föstum leikatriðum að hafa ekki tvo sterka skallamenn til þess að berjast um boltann í háloftunum. Eftir markið féllu heimamenn langt aftur á völlinn og vörðust á síðasta þriðjungi vallarins. Phil Jagielka bjargaði á línu en annars var lítil hætta við mark heimamanna þrátt fyrir að gestirnir héldu boltanum lengst af. Van Persie kom inná um miðjan hálfleikinn en komst aldrei í takt við leikinn. Færin voru af skornum skammti og fyrirgjafir höfnuðu ýmist á fyrsta varnarmanni, voru of háar eða fóru beint í fangið á Tim Howard í marki Everton. Howard var einn þriggja fyrrverandi leikmanna United sem gátu fagnað sætum sigri á Goodison Park í kvöld. Danny Gibson og Phil Neville stóðu vaktina á miðjunni og leiðist væntanlega ekki í kvöld. Það er áhyggjuefni fyrir Sir Alex Ferguson hve illa hans mönnum gekk að skapa sér færi í leiknum í kvöld. Shinji Kagawa komst ágætlega frá leiknum og lagði upp færi fyrir Danny Welbeck í fyrri hálfleik. Englendingnum voru þó mislagðir fætur líkt og kollegum hans í liði gestanna og var á endanum skipt af velli fyrir van Persie. David Moyes, stjóri Everton, getur verið ánægður með sína menn sem eru ekki þekktir fyrir að hefja leiktíðir af krafti. Liðið tapaði aðeins tveimur af síðustu sextán leikjum sínum á síðustu leiktíð og hefur tímabilið á besta mögulega hátt. Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Marouane Fellaini skoraði eina mark leiksins þegar Everton vann sanngjarnan 1-0 sigur á Manchester United í lokaleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Goodison Park í kvöld. Nýjasti liðsmaður United, Robin van Persie, byrjaði á bekknum en Sir Alex Ferguson ákvað að tefla fram Nani og Danny Welbeck hvor sínum megin við Wayne Rooney í framlínu United. Skemmst er frá því að segja að það virkaði ekki. Heimamenn í Everton voru mun ákveðnari frá fyrstu mínútu og fengu bestu færin í fyrri hálfleik. David de Gea, besti leikmaður gestanna, varði með tilþrifum bæði frá Leon Osman af stuttu færi og aukaspyrnu Leighton Baines. Þá setti Fellaini boltann í stöngina af stuttu færi en markalaust var í leikhléi. Síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og þeim fyrri lauk. Leon Osman átti hörkuskot í slá eftir undirbúning Fellaini áður en heimamenn náðu forystunni. Fellaini skallaði þá boltann af krafti í netið eftir hornspyrnu en Michael Carrick, sem hafa átti gætur á Belganum stæðilega, leit illa út í markinu. Carrick stóð vaktina í vörninni í fjarveru Rio Ferdinand. Ljóst er að það veikir varnarleik United til muna í föstum leikatriðum að hafa ekki tvo sterka skallamenn til þess að berjast um boltann í háloftunum. Eftir markið féllu heimamenn langt aftur á völlinn og vörðust á síðasta þriðjungi vallarins. Phil Jagielka bjargaði á línu en annars var lítil hætta við mark heimamanna þrátt fyrir að gestirnir héldu boltanum lengst af. Van Persie kom inná um miðjan hálfleikinn en komst aldrei í takt við leikinn. Færin voru af skornum skammti og fyrirgjafir höfnuðu ýmist á fyrsta varnarmanni, voru of háar eða fóru beint í fangið á Tim Howard í marki Everton. Howard var einn þriggja fyrrverandi leikmanna United sem gátu fagnað sætum sigri á Goodison Park í kvöld. Danny Gibson og Phil Neville stóðu vaktina á miðjunni og leiðist væntanlega ekki í kvöld. Það er áhyggjuefni fyrir Sir Alex Ferguson hve illa hans mönnum gekk að skapa sér færi í leiknum í kvöld. Shinji Kagawa komst ágætlega frá leiknum og lagði upp færi fyrir Danny Welbeck í fyrri hálfleik. Englendingnum voru þó mislagðir fætur líkt og kollegum hans í liði gestanna og var á endanum skipt af velli fyrir van Persie. David Moyes, stjóri Everton, getur verið ánægður með sína menn sem eru ekki þekktir fyrir að hefja leiktíðir af krafti. Liðið tapaði aðeins tveimur af síðustu sextán leikjum sínum á síðustu leiktíð og hefur tímabilið á besta mögulega hátt.
Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira