Þörf á almennilegri meðferð fyrir fanga með áfengissýki BBI skrifar 20. ágúst 2012 14:12 Mynd/Heiða Helsta heilbrigðisvandamál fanga á Íslandi er áfengis- og vímuefnasýki. Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. Áætlað er að 75-85% fanga séu haldnir sjúkdómnum og langfæstir þeirra hafa aðgang að læknaþjónustu vegna vandans. „Þá er spurningin hvað er gert fyrir þessa menn inni á fangelsum," segir Gunnar og útskýrir að á Litla Hrauni sé svokallaður meðferðargangur. „En það eru bara fangelsisyfirvöld sem reka hann. Þetta er í raun engin meðferð. Þarna eru engir læknar eða heilbrigðisstarfsmenn. Þetta er jafnfáránlegt og ef fangaverðirnir væru að framkvæma skurðaðgerðir," segir Gunnar og telur að fangelsisyfirvöldum myndi tæplega detta í hug að reka heilbrigðisþjónustu á neinu öðru sviði en þessu. Það bendi til þess að alkóhólismi sé viðurkenndur sem sjúkdómur í orði en ekki á borði.Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ.Mynd/Stefán Karlsson„Þetta er stærsta heilbrigðisvandamál fanga á Íslandi og allir sem koma að þessum málum vita það," segir Gunnar og telur vanta aðgerðir gegn því. „Það mætti t.d. reka lokaða meðferð inni á fangelsunum," segir hann. „Svo myndum við líka vilja skoða meðferð sem valkost við refsivist," segir Gunnar en með því á hann við að dæmdir glæpamenn geti valið um að vera lokaðir í fangelsi eða fara í meðferð. „Þá myndu fangar þurfa að gangast undir öklaband og þvagprufur. Svo yrðu þeir í meðferð inni á Vernd og ef þeir myndu rjúfa skilyrðin yrðu þeir settir í fangelsi," segir Gunnar og telur að með þessu mætti spara gríðarlegar fjárhæðir. Gunnar segir staðreynd að áfengisneysla leiði til afbrota. „Og það þarf að fá viðurkenningu á því," segir hann í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi þar sem hann ræddi við Magnús Halldórsson um ýmsar hliðar alkóhólisma. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Helsta heilbrigðisvandamál fanga á Íslandi er áfengis- og vímuefnasýki. Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. Áætlað er að 75-85% fanga séu haldnir sjúkdómnum og langfæstir þeirra hafa aðgang að læknaþjónustu vegna vandans. „Þá er spurningin hvað er gert fyrir þessa menn inni á fangelsum," segir Gunnar og útskýrir að á Litla Hrauni sé svokallaður meðferðargangur. „En það eru bara fangelsisyfirvöld sem reka hann. Þetta er í raun engin meðferð. Þarna eru engir læknar eða heilbrigðisstarfsmenn. Þetta er jafnfáránlegt og ef fangaverðirnir væru að framkvæma skurðaðgerðir," segir Gunnar og telur að fangelsisyfirvöldum myndi tæplega detta í hug að reka heilbrigðisþjónustu á neinu öðru sviði en þessu. Það bendi til þess að alkóhólismi sé viðurkenndur sem sjúkdómur í orði en ekki á borði.Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ.Mynd/Stefán Karlsson„Þetta er stærsta heilbrigðisvandamál fanga á Íslandi og allir sem koma að þessum málum vita það," segir Gunnar og telur vanta aðgerðir gegn því. „Það mætti t.d. reka lokaða meðferð inni á fangelsunum," segir hann. „Svo myndum við líka vilja skoða meðferð sem valkost við refsivist," segir Gunnar en með því á hann við að dæmdir glæpamenn geti valið um að vera lokaðir í fangelsi eða fara í meðferð. „Þá myndu fangar þurfa að gangast undir öklaband og þvagprufur. Svo yrðu þeir í meðferð inni á Vernd og ef þeir myndu rjúfa skilyrðin yrðu þeir settir í fangelsi," segir Gunnar og telur að með þessu mætti spara gríðarlegar fjárhæðir. Gunnar segir staðreynd að áfengisneysla leiði til afbrota. „Og það þarf að fá viðurkenningu á því," segir hann í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi þar sem hann ræddi við Magnús Halldórsson um ýmsar hliðar alkóhólisma.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira