Innlent

Börkur sat einn að upptökum á Hrauninu

Börkur fékk næði á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar dóm, til þess að horfa á upptökurnar.
Börkur fékk næði á Litla-Hrauni, þar sem hann afplánar dóm, til þess að horfa á upptökurnar. fréttablaðið/anton
Börkur Birgisson, dæmdur ofbeldismaður, fékk afrit af myndbandsupptökum af skýrslutökum lögreglunnar yfir brotaþolum, vitnum og ákærðu í máli hans og tólf annarra karlmanna. Einn verjenda í málinu segir ákæruvaldið mismuna verjendum í málinu. Saksóknari segir að Börkur hafi komist yfir myndböndin fyrir mistök.

Börkur er ákærður, ásamt Annþóri Kristjáni Karlssyni og ellefu öðrum, fyrir líkamsárásir og skipulagða glæpastarfsemi. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Mynddiskarnir sem sýna skýrslutökur lögreglu yfir málsaðilum eru 31 talsins. Ákærðu í málinu fengu ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur til þess að hlífa vitnum. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, einn verjenda í málinu, segir aðra verjendur árangurslaust hafa beðið um að fá mynddiskana afhenta.

Hann segir Börk hafa fengið aðstöðu á Litla-Hrauni til að horfa á myndböndin. Verjandi hans hafi svo einn fengið aðgang að diskunum.

Við fyrirtökuna í gær kröfuðst allir verjendur í málinu að fá aðgang að myndbandsupptökunum. Ákærðu voru ekki viðstaddir fyrirtökuna, enda þurfa þeir þess ekki þar sem allir hafa tekið afstöðu til ákæranna.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×