Innlent

Hælisleitandi tekinn við Sundahöfn

Ungur hælisleitandi var handtekinn við Sundahöfn laust fyrir klukkan eitt í nótt eftir að hann hafði komist inn á öryggissvæði og ætlaði að lauma sér um borð í Skógarfoss.

Hann var vel nestaður til fararinnar, að sögn lögreglu. Þessi sami piltur, sem er frá Alsír og er aðeins 17 ára, hefur tvívegis áður verið handtekinn vegna samskonar tilrauna, bæði í Sundahöfn og í Straumsvík.

Hann var vistaður í fangageymslum í nótt og verður svo fluttur í athvarf hælisleitenda í Reykjanesbæ í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×