Innlent

Reglur um vökva framlengdar

Keflavíkurflugvöllu
Keflavíkurflugvöllu
Evrópusambandið hefur ákveðið að framlengja gildistíma reglna sem takmarka þann vökva sem flugfarþegar mega taka með sér í handfarangur. Í nærri sex ár hefur sú regla gilt að flugfarþegar mega aðeins taka með sér vökva í flug sem kemst fyrir í 100 millilítra umbúðum. Ílátin verða að vera ofan í poka sem svo er skimaður.

Vonir stóðu til að banninu yrði aflétt í Evrópu í apríl næstkomandi eða að slakað yrði á kröfunum.

Evrópusambandið hefur hins vegar ákveðið að framlengja bannið þar sem illa hefur gengið að þróa öryggisbúnað sem nemur sprengiefni í vökva.

Hægt er að nálgast frekar upplýsingar um reglurnar á vef Keflavíkurflugvallar sem og á Túristi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×