Fótbolti

Leikmenn og þjálfarar kærðir fyrir slagsmál

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tekist á eftir leik Englands og Serbíu.
Tekist á eftir leik Englands og Serbíu. Nordic Photos / Getty Images
Leikmenn og þjálfarar sem tóku þátt í slagsmálum eftir leik Englands og Serbíu í undankeppni EM U-21 liða fyrr í mánuðinum hafa allir verið kærðir af serbnesku lögreglunni - alls tólf manns.

Þar af eru tveir leikmenn enska liðsins og fimm leikmenn Serbíu. Aðstoðarþjálfarar beggja liða voru einnig kærðir.

Stuðningsmenn serbneska liðsins voru einnig kærðir fyrir að kveikja í blysum á leiknum en upp úr sauð eftir að honum lauk. Slagsmálin áttu sér stað þegar leikmenn gengu af vellinum.

Danny Rose, leikmaður enska liðsins, kvartaði undan kynþáttaníði eftir leik og segir að áhorfendur hefðu ítrekað líkt eftir apahljóðum þegar hann kom við sögu í leiknum.

Því hefur serbneska knattspyrnusambandið staðfastlega neitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×