Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, vann dramatískan 3-2 sigur á Piteå í efstu deild sænska kvennaboltans í kvöld. Sigurmark Kristianstad kom úr vítaspyrnu í viðbótartíma.
Fyrirliðinn Sif Atladóttir og miðjumaðurinn Katrín Ómarsdóttir voru venju samkvæmt í byrjunarliði Kristianstad. Ef marka má tölfræði leiksins voru heimastúlkur mun sterkari aðilinn en liðið átti 14 skot á mark Piteå í leiknum.
Kristianstad er eftir sigurinn í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig.
LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Bjargar Helgadóttur, lagði KIF Örebro 2-1 í Malmö. Þóra stóð vaktina í marki Malmö en Sara Björk var fjarri góðu gamni. Edda Garðarsdóttir lék allan leikinn á miðjunni hjá Örebro.
Þá steinlá Djurgården á heimavelli gegn Linköping 4-1. Guðbjörg Gunnarsdóttir mátti því sækja boltann fjórum sinnum í mark heimakvenna. Auk hennar var landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir í byrjunarliðinu en var skipt útaf tíu mínútum fyrir leikslok.
Djurgården er í slæmum málum í neðsta sæti deildarinnar með sex stig eftir tólf umferðir.
Mark í viðbótartíma tryggði Kristianstad sigur | Sara og Þóra í sigurliði
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield
Enski boltinn

Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný
Fótbolti





ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin
Íslenski boltinn
