Fótbolti

Hodgson biður Rio afsökunar

Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Landsliðsþjálfari Englands, Roy Hodgson, blaðraði um það í neðanjarðarlest í London að hann myndi ekki velja Rio Ferdinand aftur í enska landsliðið. Hann sér mikið eftir því.

Svo mikið reyndar að landsliðsþjálfarinn er búinn að biðja Rio afsökunar á málinu.

"Ég vil biðja Rio innilega afsökunar og er búinn að reyna að ná í hann. Það eru vonbrigði að svona spjall rati í blöðin. Ég sagði samt ekki að landsliðsferli hans væri lokið. Þetta er sjálfum mér að kenna og það er líklegt að ég hafi misst út úr mér að hann yrði ekki valinn. Það var kjánalegt," sagði Hodgson.

"Það veldur mér vonbrigðum að fólk líti svo á með þessu að ég beri ekki virðingu fyrir Rio því það er ekki rétt. Það er ekki mitt að ákveða hvenær ferill leikmanns er búinn."

Hodgson segist hafa lært sína lexíu og muni í framtíðinni passa sig á því hvað hann segi við lestarfarþega í London í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×