Fótbolti

Ramsey búinn að missa fyrirliðabandið hjá Wales

Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Hinn ungi leikmaður Arsenal, Aaron Ramsey, hefur misst fyrirliðabandið hjá velska landsliðinu en Gary Speed heitinn gerði hann að fyrirliða áður en hann féll frá.

Velska landsliðið hefur aftur á móti tapað öllum fimm leikjum sínum frá því Chris Coleman tók við landsliðinu og hann er að reyna að hressa upp á liðið.

Ashley Williams, leikmaður Swansea, er orðinn fyrirliði og svo var reynsluboltinn Craig Bellamy ekki valinn í landsliðið að þessu sinni.

Wales situr í botnsæti síns riðils í undankeppni HM með tvö töp á bakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×