Fótbolti

Hodgson: Erum ekki að reyna að tryggja okkur Sterling

Það vakti nokkra athygli að Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, skildi velja ungstirnið Raheem Sterling, leikmann Liverpool, í landsliðið í gær. Hann er aðeins 17 ára gamall.

Fyrr í vikunni voru fréttir um að landslið Jamaíku vildi fá Sterling en hann er fæddur í landinu og getur því spilað fyrir annað hvort England eða Jamaíku.

Hodgson segist ekki hafa valið Sterling til þess að koma í veg fyrir að hann færi að spila með Jamaíku.

"Rætur Raheem liggja kannski til Jamaíku en hann er alinn upp á Englandi og hefur alla burði til þess að spila með enska landsliðinu. Ég tel að hann vilji frekar spila með enska landsliðinu en Jamaíku. Ef ekki þá verðum við að sætta okkur við það," sagði Hodgson.

"Ég bauð honum ekki í landsliðið þar sem ég er hræddur um að hann fari þangað. Ég tel að hann sé nógu góður til þess að spila með enska landsliðinu mjög fljótlega."

Landsleikur Englands og Úkraínu hefst klukkan 19.00 í kvöld og er í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×