Fótbolti

Tvær breytingar hjá Lagerbäck | Sölvi og Birkir inn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði sínu sem mætir Kýpverjum ytra í undankeppni HM 2014 í dag.

Sölvi Geir Ottesen kemur inn fyrir Kára Árnason sem meiddist í leiknum gegn Noregi á föstudagskvöldið. Þá kemur Birkir Már Sævarsson inn í stöðu hægri bakvarðar í stað Grétars Rafns Steinssonar.

Engar aðrar breytingar eru gerðar á liðinu sem þýðir að Alfreð Finnbogason er á bekknum þrátt fyrir góða innkomu í síðasta leik þar sem hann skoraði síðara markið í 2-0 sigri.

Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður lýst á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Byrjunarliðið (4-4-2):

Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson

Sölvi Geir Ottesen

Ragnar Sigurðsson

Bjarni Ólafur Eiríksson

Rúrik Gíslason

Aron Einar Gunnarsson

Helgi Valur Daníelsson

Emil Hallfreðsson

Gylfi Sigurðsson

Birkri Bjarnason


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×