Fótbolti

Aron Einar: Þýðir ekki að leggjast í jörðina og grenja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í kvöld.
Byrjunarlið Íslands í kvöld. Mynd/AFP
Aron Einar Gunnarsson, fyriliði Íslands, reyndi að halda í jákvæðnina eftir 1-0 tap Íslands fyrir Kýpur í kvöld.

„Við erum allir svekktir eins og fólkið heima. Það þýðir samt ekkert að leggjast í jörðina og grenja. Við verðum að halda áfram. Nú er þessi leikur búinn og við stóðum okkur ekki nógu vel. En við verðum áfram jákvæðir og mætum grimmir í næsta leik," sagði Aron Einar við Vísi í kvöld.

„Okkur gekk illa að ná upp okkar spili og því sem var lagt upp með að gera fyrir leikinn. Við vildum fá ákveðið flæði í okkar leik, nota kantana því við vissum að þeir væru þéttir og myndu færa liðið sitt allt yfir," útskýrir hann.

„En við náðum aldrei takt við þeirra tempó í leiknum og ég held að það hafi verið fyrst og fremst það sem skipti sköpum."

Aron Einar hefur enn trú á leikkerfi íslenska liðsins, þrátt fyrir úrslitin í kvöld. „Það var okkar leikmanna á vellinum að framkvæma það sem átit að gera. Við verðum bara að læra af þessu og halda áfram. Það þýðir ekket annað."

Nánari umfjöllun og viðtöl hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×