Fótbolti

Redknapp hefur áhuga á að taka við úkraínska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, er alveg til í það að taka við úkraínska landsliðinu ef marka má viðtal hans við BBC. Redknapp fékk ekki að taka við enska landsliðinu þegar Fabio Capello hætti í upphafi ársins og hætti síðan með sem stjóri Tottenham í sumar.

„Þetta er áhugavert starf," sagði Harry Redknapp við BBC en úkraínska sambandið er að leit af þjálfara eftir að Oleh Blokhin hætti með landsliðið til þess að taka við Dynamo Kyiv.

„Úkraína er með spennandi landslið með fullt af góðum ungum leikmönnum. Það eru mörg frábær félagslið í Úkraínu og ég er alvarlega að íhuga það að taka við liðinu," sagði Redknapp.

Redknapp tók það jafnframt fram að hann hafi ekki talað við Chelsea um að setjast í stjórastólinn á Stamford Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×