Fótbolti

Drogba vill komast aftur til Evrópu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Didier Drogba hefur óskað eftir því að fá sérstaka undanþágu til að komast að sem lánsmaður hjá öðru félagi en sínu eigin.

Drogba er á mála hjá Shenghai Shenhua í Kína en keppnistímabilinu lauk þar fyrr í haust. Hann vill komast annað til að halda sér í formi fyrir Afríkukeppnina sem hefst þann 19. janúar næstkomandi.

Drogba hefur beðið um undanþágu hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem ekki verður opnað fyrir félagaskipti á ný fyrr en um áramótin.

Hann hefur verið orðaður við sín gömlu félög, Chelsea og Marseille, sem og Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×