Innlent

Heldur minna líf á fasteignamarkaði í júlí

Fasteignamarkaður höfuðborgarsvæðisins var ekki jafn virkur í júlí og hann var í júní. Hann hefur þó verið talsvert virkari á þessu ári en því síðasta.
Fasteignamarkaður höfuðborgarsvæðisins var ekki jafn virkur í júlí og hann var í júní. Hann hefur þó verið talsvert virkari á þessu ári en því síðasta. Fréttablaðið/GVA
Alls 470 kaupsamningum var þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Heildarvelta vegna þeirra nam 13,5 milljörðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,8 milljónir.

Þegar júlí er borinn saman við mánuðinn á undan fækkaði kaupsamningum um 4,1% og minnkaði velta um 9,2%. Sé miðað við júlí í fyrra fjölgaði kaupsamningum hins vegar um 5,4% og jókst velta um 12,2%.

Þá voru makaskiptasamningar 31 í júlí eða 7% af öllum samningum. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×