Innlent

Fluttur til Reykjavíkur eftir mótórhjólaslys

Hekla
Hekla
Karlmaður sem slasaðist eftir að hann féll af mótórhjóli við fjallið Krakatind, austan við Heklu, um klukkan eitt í dag var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Óljóst er hvort maðurinn sé alvarlega slasaður. Varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli sagði að hann væri líklega rifbeinsbrotinn en hann átti erfitt með andardrátt. Lögreglan, ásamt björgunarsveit, fór á slysstað með lækni og var búið um maninn áður en hann var fluttur í sjúkrabíl sem beið. Hann var með meðvitund. Slysið er í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×