Fótbolti

Brassarnir skoruðu sex gegn Írak

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka fagnar marki sínu í kvöld.
Kaka fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Þó svo að Kaka hafi lítið fengið að spila með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni var hann engu að síður á skotskónum með brasilíska landsliðinu í kvöld.

Kaka skoraði eitt marka Brasilíu í 6-0 sigri á Írak í vináttulandsleik sem fór fram í Malmö í Svíþjóð í kvöld.

Oscar, leikmaður Chelsea, skoraði tvö fyrstu mörk leiksins með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik.

Kaka kom svo Brasilíu í 3-0 forystu í upphafi síðari hálfleiks en Hulk, Neymar og Lucas bættu svo við mörkum eftir því sem leið á leikinn.

Brasilíumenn voru miklu betri aðilinn í leiknum og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Þess má þó geta að lið Írak var gríðarlega vel stutt í Malmö og áttu stuðningsmenn þeirra stúkuna, eins og stundum er sagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×