Ólafur Ragnar tekur forystu 25. maí 2012 06:18 Ólafur Ragnar Grímsson Stuðningur við áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta hefur aukist verulega eftir að hann hóf kosningabaráttu sína í síðustu viku samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Þóru Arnórsdóttur dalar á sama tíma. Aðrir frambjóðendur njóta lítils stuðnings. Umtalsverð breyting hefur orðið á stuðningi við frambjóðendur til embættis forseta Íslands á rúmum mánuði. Þetta sýnir niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls sögðust 53,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku til einhvers frambjóðenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta, ef gengið yrði til kosninga nú.Stuðningur við Ólaf hefur aukist verulega frá síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var dagana 11. og 12. apríl. Þá sögðust 46 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja Ólaf til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Þóra Arnórsdóttir, sem mældist með svipað fylgi og Ólafur í síðustu könnun, mælist nú með stuðning 35,4 prósenta kjósenda. Stuðningur við framboð Þóru hefur dalað frá síðustu könnun, þegar hún naut stuðnings 46,5 prósenta kjósenda. Þegar stuðningur við frambjóðendur var kannaður í apríl hafði Ólafur Ragnar ekki hafið kosningabaráttu sína. Hún hófst með útvarpsviðtali á Sprengisandi á sunnudaginn fyrir viku, og hefur Ólafur verið áberandi í fjölmiðlum síðan. Minna hefur farið fyrir Þóru, sem eignaðist stúlku fyrir réttri viku. Tvö í sérflokkiÓlafur og Þóra virðast sem fyrr í sérflokki hvað varðar stuðning, og aðrir frambjóðendur standa þeim langt að baki. Um 5,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til einhvers frambjóðanda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sögðust myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson yrði gengið til kosninga nú. Ari Trausti gaf kost á sér eftir að könnun Fréttablaðsins í apríl var gerð. Andrea J. Ólafsdóttir gaf einnig kost á sér eftir að könnunin í apríl var framkvæmd, en nýtur nú stuðnings um 2,7 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 1,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur, en hún naut stuðnings 2,9 prósenta kjósenda samkvæmt könnuninni í apríl. Um 0,9 prósent styðja Ástþór Magnússon, sem naut stuðnings 1,5 prósenta í apríl. Enginn þeirra sem svöruðu spurningunni sagðist styðja Hannes Bjarnason, sem mældist með 0,4 prósenta fylgi í síðustu könnun. Jón Lárusson naut stuðnings 1,2 prósenta í könnun Fréttablaðsins í apríl, en hefur nú dregið sig í hlé. Á þeim mánuði sem liðinn er frá síðustu könnun Fréttablaðsins hefur þeim fækkað verulega sem segjast ekki búnir að ákveða hvern þeir myndu kjósa. Í apríl sögðust um 22,1 prósent ekki hafa gert upp hug sinn, en nú er hlutfallið 14,2 prósent. Framboðsfrestur rennur út í dag og því orðið skýrt hvaða kostir verða í boði. Þá styttist í kosningar, sem fara munu fram laugardaginn 30. júní. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 42,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 28,1 prósent. Um 4,2 prósent styðja Ara Trausta, 2,1 prósent Andreu 1,0 prósent Herdísi, 0,7 prósent Ástþór og enginn Hannes. Þá sögðust um 0,4 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,2 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 14,2 prósent sögðust óákveðin og 3,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.AðferðafræðinHringt var í 1.326 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Stuðningur við áframhaldandi setu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta hefur aukist verulega eftir að hann hóf kosningabaráttu sína í síðustu viku samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðningur við Þóru Arnórsdóttur dalar á sama tíma. Aðrir frambjóðendur njóta lítils stuðnings. Umtalsverð breyting hefur orðið á stuðningi við frambjóðendur til embættis forseta Íslands á rúmum mánuði. Þetta sýnir niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Alls sögðust 53,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku til einhvers frambjóðenda myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta, ef gengið yrði til kosninga nú.Stuðningur við Ólaf hefur aukist verulega frá síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var dagana 11. og 12. apríl. Þá sögðust 46 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja Ólaf til áframhaldandi setu á Bessastöðum. Þóra Arnórsdóttir, sem mældist með svipað fylgi og Ólafur í síðustu könnun, mælist nú með stuðning 35,4 prósenta kjósenda. Stuðningur við framboð Þóru hefur dalað frá síðustu könnun, þegar hún naut stuðnings 46,5 prósenta kjósenda. Þegar stuðningur við frambjóðendur var kannaður í apríl hafði Ólafur Ragnar ekki hafið kosningabaráttu sína. Hún hófst með útvarpsviðtali á Sprengisandi á sunnudaginn fyrir viku, og hefur Ólafur verið áberandi í fjölmiðlum síðan. Minna hefur farið fyrir Þóru, sem eignaðist stúlku fyrir réttri viku. Tvö í sérflokkiÓlafur og Þóra virðast sem fyrr í sérflokki hvað varðar stuðning, og aðrir frambjóðendur standa þeim langt að baki. Um 5,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu til einhvers frambjóðanda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sögðust myndu kjósa Ara Trausta Guðmundsson yrði gengið til kosninga nú. Ari Trausti gaf kost á sér eftir að könnun Fréttablaðsins í apríl var gerð. Andrea J. Ólafsdóttir gaf einnig kost á sér eftir að könnunin í apríl var framkvæmd, en nýtur nú stuðnings um 2,7 prósenta samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 1,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur, en hún naut stuðnings 2,9 prósenta kjósenda samkvæmt könnuninni í apríl. Um 0,9 prósent styðja Ástþór Magnússon, sem naut stuðnings 1,5 prósenta í apríl. Enginn þeirra sem svöruðu spurningunni sagðist styðja Hannes Bjarnason, sem mældist með 0,4 prósenta fylgi í síðustu könnun. Jón Lárusson naut stuðnings 1,2 prósenta í könnun Fréttablaðsins í apríl, en hefur nú dregið sig í hlé. Á þeim mánuði sem liðinn er frá síðustu könnun Fréttablaðsins hefur þeim fækkað verulega sem segjast ekki búnir að ákveða hvern þeir myndu kjósa. Í apríl sögðust um 22,1 prósent ekki hafa gert upp hug sinn, en nú er hlutfallið 14,2 prósent. Framboðsfrestur rennur út í dag og því orðið skýrt hvaða kostir verða í boði. Þá styttist í kosningar, sem fara munu fram laugardaginn 30. júní. Þegar afstaða þeirra sem þátt tóku í könnuninni er skoðuð án frekari vinnslu mælist Ólafur Ragnar með 42,8 prósenta stuðning og Þóra Arnórsdóttir með 28,1 prósent. Um 4,2 prósent styðja Ara Trausta, 2,1 prósent Andreu 1,0 prósent Herdísi, 0,7 prósent Ástþór og enginn Hannes. Þá sögðust um 0,4 prósent styðja einhvern sem ekki hefur gefið kost á sér. Um 3,2 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 14,2 prósent sögðust óákveðin og 3,1 prósent vildi ekki svara spurningunni.AðferðafræðinHringt var í 1.326 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa til embættis forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Alls tóku 79,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira