Innlent

Geir Haarde kominn í nýja vinnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Haarde hefur gengið til liðs við Opus lögmenn.
Geir Haarde hefur gengið til liðs við Opus lögmenn.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur gengið til liðs við OPUS lögmenn sem ráðgjafi í alþjóðlegum verkefnum. Einn af eigendum stofunnar er Borgar Þór Einarsson, stjúpsonur Geirs.

OPUS lögmenn hófu starfsemi árið 2006 og hjá stofunni starfa nú fimmtán manns, þar af tólf lögmenn sem sinna alhliða lögfræðistörfum. Á síðustu misserum hafa umsvif vegna verkefna fyrir erlenda viðskiptavini aukist mjög, samkvæmt tilkynningu frá lögmönnunum.

Geir Haarde er með BA próf í hagfræði frá Brandeis-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er með MA-próf í alþjóðastjórnmálum frá Johns Hopkins háskóla og MA-próf í hagfræði frá Minnesota-háskóla, Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×