Innlent

Gaslöggu vikið frá störfum - slær í gegn á Netinu

Lögreglustjórinn á stúdentagörðunum við UC Davis háskólann í Kalíforníu hefur verið leystur tímabundið frá störfum ásamt tveimur undirmönnum sínum. Ástæðan er óhófleg notkun á piparúða þegar lögreglumennirnir reyndu að leysa upp friðsamleg mótmæli á skólalóðinni á föstudaginn var. Eins og við var að búast var atvikið tekið upp og hefur meðfylgjandi myndband vakið mikla athygli á Internetinu. Þar sést lögreglumaðurinn John Pike fara sér í engu óðslega og spreyja piparúðanum í miklu magni á námsmennina sem sitja með krosslagðar lappir og ógna engum.

Þessar aðfarir hafa orðið Netverjum tilefni til þess að taka myndina af lögreglumanninum og setja hann í alls kyns aðstæður þar sem ólíklegusta fólk verður fyrir barðinu á honum. Dæmi um það má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×