Enski boltinn

Man. Utd orðað við leikmann Crystal Palace

Clyne í leiknum gegn United um daginn.
Clyne í leiknum gegn United um daginn.
Þeir eru ekki margir sem þekkja Nathaniel Clyne hjá Crystal Palace en hann hefur engu að síður vakið athygli Man. Utd og er nú sterklega orðaður við ensku meistarana. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var hrifinn af stráknum er United tapaði fyrir Palace í deildarbikarnum.

Ferguson er að leita að hægri bakverði sem gæti fyllt skarð Gary Neville til lengri tíma. Clyne, sem er í enska U-21 árs liðinu, gæti verið sá maður.

Newcastle, Fulham, Aston Villa og Everton hafa öll einnig áhuga á leikmanninum.

Samningur Clyne við Palace rennur út í sumar og hann verður því líklega seldur í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×