Innlent

Jóhanna kallar eftir sátt í jafnréttismálinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að kæra úrskurðinn til dómstóla.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að kæra úrskurðinn til dómstóla.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ætlar ekki að kæra úrskurð kærunefndar jafnréttismála til dómstóla. Arnar Þór Másson var ráðinn sem skrifstofustjóri á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Anna Ólafsdóttir taldi að með ráðningunni hefðu jafnréttislög verið brotin og kærði málið til kærunefndar jafnréttismála.

Forsætisráðherra segist vilja ljúka málinu í sátt. „Þrátt fyrir að ýmis atriði hefðu getað réttlætt málshöfðun til ógildingar úrskurði kæruefndar jafnréttismála, m.a. að mati ríkislögmanns, er það vilji forsætisráðherra að freista þess að ljúka málinu með sátt ," segir forsætisráðherra í tilkynningu.

Ráðherra hefur því falið ríkislögmanni að hefja formlegar sáttaumleitanir í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×