Portúgalinn Cristiano Ronaldo varð í kvöld fyrsti maðurinn í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar til þess að skora sex þrennur á einni leiktíð. Ronaldo skoraði þrennu í 4-0 sigri Real Madrid á Getafe í kvöld. Karim Benzema komst einnig á blað.
Þetta er líka önnur þrenna hans í vetur þar sem hann skorar með hægri og vinstri fæti sem og skalla. Er það oft kallað hin fullkomna þrenna.
Ronaldo hefur nú skorað 61 mark í 61 leik með Real Madrid í spænsku deildinni sem er magnaður árangur.
Real er fimm stigum á eftir Barcelona og hefur leikið einum leik meira.
