Fótbolti

Sepp Blatter þarf líka að koma fyrir Siðanefnd FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter.
Sepp Blatter. Mynd/Nordic Photos/Getty
Mohamed bin Hammam varð að ósk sinni frá því í morgun því mótframbjóðandi hans til forsetastóls FIFA, Sepp Blatter, forseti FIFA frá 1998, þarf einnig að koma fyrir Siðanefnd FIFA vegna mútumálsins sem kom upp í fyrradag.

FIFA setti af stað rannsókn vegna ásakanna á hendur Mohamed bin Hammam og Jack Warner, varaforseta FIFA, sem eiga að hafa brotið siðareglur FIFA á fundi hjá karabíska fótboltasambandinu. Fundurinn var haldinn í tengslum við komandi forsetakosningar FIFA en Bin Hammam sagði að Blatter hafi vitað nákvæmlega hvað fór fram á þessum fundi.

Bin Hammam er að reyna að enda þrettán ára setu Sepp Blatter í forsetastól FIFA og var þetta mál mikið áfall fyrir framboð hans. Hann lýsti yfir sakleysi sínu og sagði að ef hann væri sekur þá væri Sepp Blatter það líka.

FIFA ákvað í framhaldinu að kalla Sepp Blatter einnig fyrir siðanefnd sína en þeir þurfa því báðir að mæta á sunnudaginn og skýra frá aðkomu sinni að málinu. Forsetakosningar FIFA fara síðan fram á miðvikudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×