Níumenningarnir: "Ég er líka sekur um glæp" SB skrifar 19. janúar 2011 14:25 Skýrslutökum í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum lauk um klukkan tvö. Verjendur leiddu fyrir dóminn þrjú vitni sem öll áttu það sammerkt með sakborningunum að hafa tekið þátt í hinni meintu árás á Alþingi. Sjúkraliðinn og mótmælandinn Lárus Páll Birgisson bað dóminn um að ákæra sig líka. Ef glæpur hafi verið framinn væri hann líka sekur. "Bíddu er þetta búið," sagði Lárus þegar ekki bárust fleiri spurningar frá ákæruvaldi. "Ég ætti líka að vera ákærður." Dómarinn sagði þetta hvorki stað né stund fyrir yfirlýsingar. "Er ég ekki í réttarsal," svaraði Lárus og fékk sér því næst sæti hjá sakborningum sem vakti upp hlátur hjá áhorfendum í sal. Lárus var þriðja vitnið sem verjendur tefldu fram en öll vitnin þrjú eiga það sammerkt að hafa tekið þátt í aðgerðunum til jafns við sakborningana níu. Búast má við því að ein af megináherslum varnarinnar í munnlegum málflutningi á morgun verði einmitt að sýna fram á að sú ákvörðun að ákæra að kæra aðeins níu af 30 standist ekki nánari skoðun.Einn af sakborningunum í máli níumenningana situr á bekk fyrir utan héraðsdóm Reykjavíkur í lok réttarhaldanna í dag.Þá vakti mikla athygli þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins báru vitni í dag. Þeir voru einnig vitni verjenda. Össur rifjaði upp þegar hann sjálfur braust á palla alþingis á sínum tíma og hélt ræðu. Einar K. Guðfinnsson lýsti þeim tíma þegar mótmælendur brutu rúður á Alþingi og eldar voru kveiktir á Austurvelli. "Það var ekki þægilegt að vera þingmaður á þeim tíma," sagði Einar en tók fram að hann véfengdi ekki umboð skrifstofustjóra Alþingis að vísa máli níumenningana til rannsóknar. "Þessir atburðir voru ógnvekjandi." Fjöldi lögreglumanna bar einnig vitni í dag. Það sem var sameiginlegt í málflutningi þeirra var að enginn virtist vita hver stjórnaði aðgerðum þann 8. desember 2008 þegar þingverðir tilkynntu að Alþingishúsið lægi undir áras. Þá kom fram að í lögregluskýrslum yfir níumenningunum var meint brot skráð sem "húsbrot" en ekki sem árás á Alþingi. Málflutningur hefst klukkan kortér yfir níu í fyrramálið og mun Lára V. Júlíusdóttir saksóknari hefja leik. Líkt og á fyrsta degi aðalmeðferðar hvert sæti í dómsal 101 setið og fjöldi myndatöku og fjölmiðlamanna sem fylgdust með réttarhöldunum. Tengdar fréttir Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18. janúar 2011 16:24 Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður. 19. janúar 2011 09:20 Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni. 19. janúar 2011 11:50 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Skýrslutökum í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum lauk um klukkan tvö. Verjendur leiddu fyrir dóminn þrjú vitni sem öll áttu það sammerkt með sakborningunum að hafa tekið þátt í hinni meintu árás á Alþingi. Sjúkraliðinn og mótmælandinn Lárus Páll Birgisson bað dóminn um að ákæra sig líka. Ef glæpur hafi verið framinn væri hann líka sekur. "Bíddu er þetta búið," sagði Lárus þegar ekki bárust fleiri spurningar frá ákæruvaldi. "Ég ætti líka að vera ákærður." Dómarinn sagði þetta hvorki stað né stund fyrir yfirlýsingar. "Er ég ekki í réttarsal," svaraði Lárus og fékk sér því næst sæti hjá sakborningum sem vakti upp hlátur hjá áhorfendum í sal. Lárus var þriðja vitnið sem verjendur tefldu fram en öll vitnin þrjú eiga það sammerkt að hafa tekið þátt í aðgerðunum til jafns við sakborningana níu. Búast má við því að ein af megináherslum varnarinnar í munnlegum málflutningi á morgun verði einmitt að sýna fram á að sú ákvörðun að ákæra að kæra aðeins níu af 30 standist ekki nánari skoðun.Einn af sakborningunum í máli níumenningana situr á bekk fyrir utan héraðsdóm Reykjavíkur í lok réttarhaldanna í dag.Þá vakti mikla athygli þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins báru vitni í dag. Þeir voru einnig vitni verjenda. Össur rifjaði upp þegar hann sjálfur braust á palla alþingis á sínum tíma og hélt ræðu. Einar K. Guðfinnsson lýsti þeim tíma þegar mótmælendur brutu rúður á Alþingi og eldar voru kveiktir á Austurvelli. "Það var ekki þægilegt að vera þingmaður á þeim tíma," sagði Einar en tók fram að hann véfengdi ekki umboð skrifstofustjóra Alþingis að vísa máli níumenningana til rannsóknar. "Þessir atburðir voru ógnvekjandi." Fjöldi lögreglumanna bar einnig vitni í dag. Það sem var sameiginlegt í málflutningi þeirra var að enginn virtist vita hver stjórnaði aðgerðum þann 8. desember 2008 þegar þingverðir tilkynntu að Alþingishúsið lægi undir áras. Þá kom fram að í lögregluskýrslum yfir níumenningunum var meint brot skráð sem "húsbrot" en ekki sem árás á Alþingi. Málflutningur hefst klukkan kortér yfir níu í fyrramálið og mun Lára V. Júlíusdóttir saksóknari hefja leik. Líkt og á fyrsta degi aðalmeðferðar hvert sæti í dómsal 101 setið og fjöldi myndatöku og fjölmiðlamanna sem fylgdust með réttarhöldunum.
Tengdar fréttir Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18. janúar 2011 16:24 Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður. 19. janúar 2011 09:20 Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni. 19. janúar 2011 11:50 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Níumenningar: spennuþrunginn dagur í héraðsdómi Það var hart tekist á í héraðsdómi Reykjavíkur í dag á fyrsta réttarhaldanna yfir níumenningunum svokölluðu. Lögreglan var með viðbúnað í grennd við héraðsdóm en þrátt fyrir snörp orðaskipti í dómssal voru engin ólæti fyrir utan. Fréttamaður Vísis fylgdist með réttarhöldunum í allan dag. 18. janúar 2011 16:24
Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður. 19. janúar 2011 09:20
Níumenningar: Össur ber vitni fyrir dómi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segist hafa heyrt meiri læti í dómsal en þegar níumenningarnir, ásamt um 30 öðrum, þustu inn í Alþingi þann 8. desember 2008. Össur bar vitni í dag ásamt Einari K. Guðfinnssyni. 19. janúar 2011 11:50
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent