Innlent

Aðalmeðferð í máli níumenningana hafin að nýju

SB skrifar
Frá héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá héraðsdómi Reykjavíkur.
Réttarhöldin yfir níumenningunum hófust aftur nú laust eftir klukkan níu. Í gær báru sakborningar og þingverðir vitni en í dag mun rétturinn hlýða á vitnisburð lögreglumanna og þingmanna. Dómsalur 101 í héraðsdómi er þéttskipaður.

Fyrsta vitnið, lögreglumaðurinn Albert Sigurðsson, hefur lokið vitnisburði sínum. Hann vitnaði í fréttaflutning af málinu í gær og sagði framburð eins níumenninganna, Andra Leó Lemarqui ónákvæman.

Lögreglumaðurinn sagði það rangt að hann hefði hent sakborningi niður stiga. Hann hefði átt þátt í að snúa hann niður og þá hefði Andri bitið hann og væri það sérstökum Kevlar hönskum að þakka að ekki fór verr.

Spurður hvort hann teldi að Alþingi hefði verið ógnað sagðist lögreglumaðurinn ekki ætla að leggja mat á það. „Það logaði allt í slagsmálum milli lögreglu og annarra," sagði Albert.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×