Enski boltinn

City áfrýjar brottvísun Zabaleta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Manchester City hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem Pablo Zabaleta fékk í leik liðsins gegn Arsenal í gær. Myndband af rauða spjaldinu má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan.

Zabaleta og Bacary Sagna, leikmanni Arsenal, lenti saman og fengu báðir að líta beint rautt spjald fyrir að skella saman hausum. Forráðamenn City telja hins vegar að það hafi verið Sagna sem hafi verið sökudólgurinn.

Zabaleta tæklaði Sagna og brást sá síðarnefndi illa við því. Enska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að áfrýjun hafi borist frá City og að málið verði tekið fyrir á morgun.

City mætir Leicester í ensku bikarkeppninni á sunnudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×