Fótbolti

Messi ætlar að enda ferilinn í heimalandinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var létt yfir Messi á æfingu argentínska landsliðsins í dag.
Það var létt yfir Messi á æfingu argentínska landsliðsins í dag.
Argentínumaðurinn Lionel Messi undirbýr sig af kappi þessa dagana fyrir átökin í Copa America. Hann sagði á blaðamannafundi í dag að hann myndi aldrei spila með öðru liði í Evrópu en Barcelona.

Messi greindi enn fremur frá því að hann stefnir á að ljúka ferlinum í heimalandinu.

"Ef ég fer frá Barcelona þá verður það til liðs í Argentínu. Etir það mun ég líklega leggja skóna á hilluna," sagði Messi.

Messi undirstrikaði einnig að það kæmi aldrei til greina að feta í fótspor manna eins og Figo og Ronaldo og spila með Real Madrid.

"Ég hef enga trú á því. Ég myndi ekki einu sinni spila með öðru liði í Evrópu. Mér líður frábærlega í Barcelona og þar vil ég vera þar til ég fer heim."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×