Enski boltinn

Gerrard ráðlagði Guðlaugi Victori að fara til Hibs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.

Guðlaugur Victor Pálsson sagði frá því í viðtali við The Scotsman að hann leitað ráða hjá Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, um hvort að hann ætti að fara til skoska liðsins Hibernian eða ekki.

Guðlaugur Victor fór til Hibernian og hefur þegar spilað tvo leiki með liðinu. Hann hafði verið í tvö ár hjá Liverpool en ekki fengið tækifæri með aðalliðinu fyrir utan það að hann fór með í æfingaferð síðasta haust.

„Ég var mjög ánægður með það þegar Colin Calderwood (þjálfari Hibernian) sagði mér hvaða hlutverk ég átti að spila hjá Hibs sem og með það að hann vildi fá mig til liðsins," sagði Guðlaugur Victor í viðtali við The Scotsman.

„Ég talaði við Steven og hann sagði sömu hluti og ég var að hugsa, sem var að ég yrði að fara og fá að spila," sagði Guðlaugur Victor.









Mynd/AFP
Guðlaugur Victor sagði einnig frá því þegar hann fékk að halda fyrirliðabandinu hjá varaliði Liverpool þótt að Gerrard hafi spilað leikinn. Gerrard var þá upptekinn í Liverpool vegna dómsmáls á meðan Liverpool-liðið var í æfingaferð í Asíu. Hann spilaði við hlið Guðlaugs Victors í þessum leik á móti Tranmere í júlí 2009.

„Þetta var mjög óvænt og við vorum allir spenntir að fá að spila með Steven. Ég varð samt að spyrja hann um hvort að það væri í lagi að ég væri með fyrirliðabandið en ekki hann," sagði Guðlaugur og sagði að Gerrard hafi tekið því vel.

„John McMahon (þjálfari varaliðsins) vildi að ég yrði áfram fyrirliði og Steven tók þessu mjög vel og sagði að ég ætti að hafa fyrirliðabandið. Það var frábær reynsla að fá að spila við hlið hans því hann talaði stanslaust við mig og hjálpaði mér allan leikinn," sagði Guðlaugur Victor."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×