Ólíkir draumariðlar hjá Gunnleifi og Aroni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2011 08:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Klukkan 18 í dag verður dregið í riðla í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Athöfnin fer fram í Ríó De Janeiro og ljóst að knattspyrnuunnendur um allan heim bíða spenntir eftir því að sjá hverjir andstæðingar þeirra landsliðs verða. Þjóðum Evrópu er skipt í sex styrkleikaflokka. Dregið verður í níu riðla með einu liði úr hverjum flokki. Sex lið verða í hverjum riðli utan eins sem verður fimm liða. Fréttablaðið fékk landsliðs-mennina Aron Einar Gunnarsson og Gunnleif Vigni Gunnleifsson til þess að spá í spilin og velja sinn draumariðil. Óhætt er að segja að hugmyndir félaganna um draumariðil séu afar ólíkar. Aron Einar segir að Ísland verði að fara að ná í stig í keppnisleikjum til þess að hækka sig á listanum og koma Íslandi á kortið sem alvöru knattspyrnuþjóð. „Noregur er slakasta liðið í fyrsta potti. Það eru stórlið í þeim potti. Svo hefur okkur gengið vel gegn Slóvakíu undanfarið. Hvít-Rússar geta verið sterkir. Við spiluðum á móti þeim í U21 og áttum að vinna þann leik þótt það sé ekki hægt að bera það saman," segir Aron sem fékk að sjá rautt í dramatískri viðureign þjóðanna síðasta sumar. „Ég held að það henti okkur vel að spila gegn Norður-Írlandi. Frændur okkar Færeyingar eiga svo ekki að vera í hærri potti en við. Ég vona svo innilega að við lendum með þeim í riðli svo við getum leiðrétt þennan misskilning," segir Aron í léttum tón. Gunnleifur sér hlutina í öðru ljósi en Aron Einar „Það er tímabært að Ísland lendi í riðli með Englandi. Það væri geðveikt að mæta Frökkum á Stade de France. Við náðum líka góðum úrslitum gegn þeim síðast, segir Gunnleifur. „Það getur allt gerst á móti Írum, við eigum harma að hefna gegn Skotum og svo þurfum við að lækka rostann í Færeyingum," segir Gunnleifur. Blaðamaður bar draumariðil Arons Einars undir landsliðs-markvörðinn sem áttaði sig á ólíkum hugsunarhætti félaganna. „Auðvitað á maður að hugsa um að komast líka upp úr riðlinum. En þetta er ekkert smá leiðinlegur riðill," sagði Gunnleifur og hló. „Við fyllum ekki Laugardalsvöllinn með þessum liðum." Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fifa.com. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður fulltrúi Íslands í Ríó.xxxxx xxxxxxx xxxxxxxDraumariðill Arons Einars Gunnarssonar: 1. styrkleikaflokkur - Noregur 2. styrkleikaflokkur - Slóvakía 3. styrkleikaflokkur - Hvíta-Rússland 4. styrkleikaflokkur - Norður-Írland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandDraumariðill Gunnleifs Gunnleifssonar: 1. styrkleikaflokkur - England 2. styrkleikaflokkur - Frakkland 3. styrkleikaflokkur - Írland 4. styrkleikaflokkur - Skotland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandStyrkleikaflokkar fyrir undankeppni HM í Brasilíu 2014 1. styrkleikaflokkur: Spánn, Holland, Þýskaland, England, Portúgal, Ítalía, Króatía, Noregur, Grikkland. 2. styrkleikaflokkur:Frakkland, Svartfjallaland, Rússland, Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía, Tyrkland, Serbía, Slóvakía. 3. styrkleikaflokkur:Sviss, Ísrael, Írland, Belgía, Tékkland, Bosnía, Hvíta-Rússland, Úkraína, Ungverjaland. 4. styrkleikaflokkur:Búlgaría, Rúmenía, Georgía, Litháen,. Albanía, Skotland, Norður-Írland, Austurríki, Pólland. 5. styrkleikaflokkur:Armenía, Finnland, Eistland, Kýpur, Lettland, Moldavía, Makedónía, Aserbaídsjan, Færeyjar. 6. styrkleikaflokkur:Wales, Liechtenstein, Ísland, Kasakstan, Lúxemborg, Malta, Andorra, San Marínó. Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
Klukkan 18 í dag verður dregið í riðla í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Athöfnin fer fram í Ríó De Janeiro og ljóst að knattspyrnuunnendur um allan heim bíða spenntir eftir því að sjá hverjir andstæðingar þeirra landsliðs verða. Þjóðum Evrópu er skipt í sex styrkleikaflokka. Dregið verður í níu riðla með einu liði úr hverjum flokki. Sex lið verða í hverjum riðli utan eins sem verður fimm liða. Fréttablaðið fékk landsliðs-mennina Aron Einar Gunnarsson og Gunnleif Vigni Gunnleifsson til þess að spá í spilin og velja sinn draumariðil. Óhætt er að segja að hugmyndir félaganna um draumariðil séu afar ólíkar. Aron Einar segir að Ísland verði að fara að ná í stig í keppnisleikjum til þess að hækka sig á listanum og koma Íslandi á kortið sem alvöru knattspyrnuþjóð. „Noregur er slakasta liðið í fyrsta potti. Það eru stórlið í þeim potti. Svo hefur okkur gengið vel gegn Slóvakíu undanfarið. Hvít-Rússar geta verið sterkir. Við spiluðum á móti þeim í U21 og áttum að vinna þann leik þótt það sé ekki hægt að bera það saman," segir Aron sem fékk að sjá rautt í dramatískri viðureign þjóðanna síðasta sumar. „Ég held að það henti okkur vel að spila gegn Norður-Írlandi. Frændur okkar Færeyingar eiga svo ekki að vera í hærri potti en við. Ég vona svo innilega að við lendum með þeim í riðli svo við getum leiðrétt þennan misskilning," segir Aron í léttum tón. Gunnleifur sér hlutina í öðru ljósi en Aron Einar „Það er tímabært að Ísland lendi í riðli með Englandi. Það væri geðveikt að mæta Frökkum á Stade de France. Við náðum líka góðum úrslitum gegn þeim síðast, segir Gunnleifur. „Það getur allt gerst á móti Írum, við eigum harma að hefna gegn Skotum og svo þurfum við að lækka rostann í Færeyingum," segir Gunnleifur. Blaðamaður bar draumariðil Arons Einars undir landsliðs-markvörðinn sem áttaði sig á ólíkum hugsunarhætti félaganna. „Auðvitað á maður að hugsa um að komast líka upp úr riðlinum. En þetta er ekkert smá leiðinlegur riðill," sagði Gunnleifur og hló. „Við fyllum ekki Laugardalsvöllinn með þessum liðum." Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fifa.com. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður fulltrúi Íslands í Ríó.xxxxx xxxxxxx xxxxxxxDraumariðill Arons Einars Gunnarssonar: 1. styrkleikaflokkur - Noregur 2. styrkleikaflokkur - Slóvakía 3. styrkleikaflokkur - Hvíta-Rússland 4. styrkleikaflokkur - Norður-Írland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandDraumariðill Gunnleifs Gunnleifssonar: 1. styrkleikaflokkur - England 2. styrkleikaflokkur - Frakkland 3. styrkleikaflokkur - Írland 4. styrkleikaflokkur - Skotland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandStyrkleikaflokkar fyrir undankeppni HM í Brasilíu 2014 1. styrkleikaflokkur: Spánn, Holland, Þýskaland, England, Portúgal, Ítalía, Króatía, Noregur, Grikkland. 2. styrkleikaflokkur:Frakkland, Svartfjallaland, Rússland, Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía, Tyrkland, Serbía, Slóvakía. 3. styrkleikaflokkur:Sviss, Ísrael, Írland, Belgía, Tékkland, Bosnía, Hvíta-Rússland, Úkraína, Ungverjaland. 4. styrkleikaflokkur:Búlgaría, Rúmenía, Georgía, Litháen,. Albanía, Skotland, Norður-Írland, Austurríki, Pólland. 5. styrkleikaflokkur:Armenía, Finnland, Eistland, Kýpur, Lettland, Moldavía, Makedónía, Aserbaídsjan, Færeyjar. 6. styrkleikaflokkur:Wales, Liechtenstein, Ísland, Kasakstan, Lúxemborg, Malta, Andorra, San Marínó.
Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira