Ólíkir draumariðlar hjá Gunnleifi og Aroni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2011 08:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Klukkan 18 í dag verður dregið í riðla í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Athöfnin fer fram í Ríó De Janeiro og ljóst að knattspyrnuunnendur um allan heim bíða spenntir eftir því að sjá hverjir andstæðingar þeirra landsliðs verða. Þjóðum Evrópu er skipt í sex styrkleikaflokka. Dregið verður í níu riðla með einu liði úr hverjum flokki. Sex lið verða í hverjum riðli utan eins sem verður fimm liða. Fréttablaðið fékk landsliðs-mennina Aron Einar Gunnarsson og Gunnleif Vigni Gunnleifsson til þess að spá í spilin og velja sinn draumariðil. Óhætt er að segja að hugmyndir félaganna um draumariðil séu afar ólíkar. Aron Einar segir að Ísland verði að fara að ná í stig í keppnisleikjum til þess að hækka sig á listanum og koma Íslandi á kortið sem alvöru knattspyrnuþjóð. „Noregur er slakasta liðið í fyrsta potti. Það eru stórlið í þeim potti. Svo hefur okkur gengið vel gegn Slóvakíu undanfarið. Hvít-Rússar geta verið sterkir. Við spiluðum á móti þeim í U21 og áttum að vinna þann leik þótt það sé ekki hægt að bera það saman," segir Aron sem fékk að sjá rautt í dramatískri viðureign þjóðanna síðasta sumar. „Ég held að það henti okkur vel að spila gegn Norður-Írlandi. Frændur okkar Færeyingar eiga svo ekki að vera í hærri potti en við. Ég vona svo innilega að við lendum með þeim í riðli svo við getum leiðrétt þennan misskilning," segir Aron í léttum tón. Gunnleifur sér hlutina í öðru ljósi en Aron Einar „Það er tímabært að Ísland lendi í riðli með Englandi. Það væri geðveikt að mæta Frökkum á Stade de France. Við náðum líka góðum úrslitum gegn þeim síðast, segir Gunnleifur. „Það getur allt gerst á móti Írum, við eigum harma að hefna gegn Skotum og svo þurfum við að lækka rostann í Færeyingum," segir Gunnleifur. Blaðamaður bar draumariðil Arons Einars undir landsliðs-markvörðinn sem áttaði sig á ólíkum hugsunarhætti félaganna. „Auðvitað á maður að hugsa um að komast líka upp úr riðlinum. En þetta er ekkert smá leiðinlegur riðill," sagði Gunnleifur og hló. „Við fyllum ekki Laugardalsvöllinn með þessum liðum." Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fifa.com. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður fulltrúi Íslands í Ríó.xxxxx xxxxxxx xxxxxxxDraumariðill Arons Einars Gunnarssonar: 1. styrkleikaflokkur - Noregur 2. styrkleikaflokkur - Slóvakía 3. styrkleikaflokkur - Hvíta-Rússland 4. styrkleikaflokkur - Norður-Írland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandDraumariðill Gunnleifs Gunnleifssonar: 1. styrkleikaflokkur - England 2. styrkleikaflokkur - Frakkland 3. styrkleikaflokkur - Írland 4. styrkleikaflokkur - Skotland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandStyrkleikaflokkar fyrir undankeppni HM í Brasilíu 2014 1. styrkleikaflokkur: Spánn, Holland, Þýskaland, England, Portúgal, Ítalía, Króatía, Noregur, Grikkland. 2. styrkleikaflokkur:Frakkland, Svartfjallaland, Rússland, Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía, Tyrkland, Serbía, Slóvakía. 3. styrkleikaflokkur:Sviss, Ísrael, Írland, Belgía, Tékkland, Bosnía, Hvíta-Rússland, Úkraína, Ungverjaland. 4. styrkleikaflokkur:Búlgaría, Rúmenía, Georgía, Litháen,. Albanía, Skotland, Norður-Írland, Austurríki, Pólland. 5. styrkleikaflokkur:Armenía, Finnland, Eistland, Kýpur, Lettland, Moldavía, Makedónía, Aserbaídsjan, Færeyjar. 6. styrkleikaflokkur:Wales, Liechtenstein, Ísland, Kasakstan, Lúxemborg, Malta, Andorra, San Marínó. Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Klukkan 18 í dag verður dregið í riðla í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Athöfnin fer fram í Ríó De Janeiro og ljóst að knattspyrnuunnendur um allan heim bíða spenntir eftir því að sjá hverjir andstæðingar þeirra landsliðs verða. Þjóðum Evrópu er skipt í sex styrkleikaflokka. Dregið verður í níu riðla með einu liði úr hverjum flokki. Sex lið verða í hverjum riðli utan eins sem verður fimm liða. Fréttablaðið fékk landsliðs-mennina Aron Einar Gunnarsson og Gunnleif Vigni Gunnleifsson til þess að spá í spilin og velja sinn draumariðil. Óhætt er að segja að hugmyndir félaganna um draumariðil séu afar ólíkar. Aron Einar segir að Ísland verði að fara að ná í stig í keppnisleikjum til þess að hækka sig á listanum og koma Íslandi á kortið sem alvöru knattspyrnuþjóð. „Noregur er slakasta liðið í fyrsta potti. Það eru stórlið í þeim potti. Svo hefur okkur gengið vel gegn Slóvakíu undanfarið. Hvít-Rússar geta verið sterkir. Við spiluðum á móti þeim í U21 og áttum að vinna þann leik þótt það sé ekki hægt að bera það saman," segir Aron sem fékk að sjá rautt í dramatískri viðureign þjóðanna síðasta sumar. „Ég held að það henti okkur vel að spila gegn Norður-Írlandi. Frændur okkar Færeyingar eiga svo ekki að vera í hærri potti en við. Ég vona svo innilega að við lendum með þeim í riðli svo við getum leiðrétt þennan misskilning," segir Aron í léttum tón. Gunnleifur sér hlutina í öðru ljósi en Aron Einar „Það er tímabært að Ísland lendi í riðli með Englandi. Það væri geðveikt að mæta Frökkum á Stade de France. Við náðum líka góðum úrslitum gegn þeim síðast, segir Gunnleifur. „Það getur allt gerst á móti Írum, við eigum harma að hefna gegn Skotum og svo þurfum við að lækka rostann í Færeyingum," segir Gunnleifur. Blaðamaður bar draumariðil Arons Einars undir landsliðs-markvörðinn sem áttaði sig á ólíkum hugsunarhætti félaganna. „Auðvitað á maður að hugsa um að komast líka upp úr riðlinum. En þetta er ekkert smá leiðinlegur riðill," sagði Gunnleifur og hló. „Við fyllum ekki Laugardalsvöllinn með þessum liðum." Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fifa.com. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður fulltrúi Íslands í Ríó.xxxxx xxxxxxx xxxxxxxDraumariðill Arons Einars Gunnarssonar: 1. styrkleikaflokkur - Noregur 2. styrkleikaflokkur - Slóvakía 3. styrkleikaflokkur - Hvíta-Rússland 4. styrkleikaflokkur - Norður-Írland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandDraumariðill Gunnleifs Gunnleifssonar: 1. styrkleikaflokkur - England 2. styrkleikaflokkur - Frakkland 3. styrkleikaflokkur - Írland 4. styrkleikaflokkur - Skotland 5. styrkleikaflokkur - Færeyjar 6. styrkleikaflokkur - ÍslandStyrkleikaflokkar fyrir undankeppni HM í Brasilíu 2014 1. styrkleikaflokkur: Spánn, Holland, Þýskaland, England, Portúgal, Ítalía, Króatía, Noregur, Grikkland. 2. styrkleikaflokkur:Frakkland, Svartfjallaland, Rússland, Svíþjóð, Danmörk, Slóvenía, Tyrkland, Serbía, Slóvakía. 3. styrkleikaflokkur:Sviss, Ísrael, Írland, Belgía, Tékkland, Bosnía, Hvíta-Rússland, Úkraína, Ungverjaland. 4. styrkleikaflokkur:Búlgaría, Rúmenía, Georgía, Litháen,. Albanía, Skotland, Norður-Írland, Austurríki, Pólland. 5. styrkleikaflokkur:Armenía, Finnland, Eistland, Kýpur, Lettland, Moldavía, Makedónía, Aserbaídsjan, Færeyjar. 6. styrkleikaflokkur:Wales, Liechtenstein, Ísland, Kasakstan, Lúxemborg, Malta, Andorra, San Marínó.
Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira