Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, mætir ekki á blaðamannafundinn fyrir stórleik Real Madrid og Barcelona. El Clasico fer fram á Estadio Santiago Bernabéu í Madrid á morgun en þetta er fyrri deildarleikur liðanna á tímabilinu og eftir hann getur Real verið búið að ná sex stiga forskot á erkifjendur sína.
Það var tilkynnt á heimasíðu Real Madrid í dag að aðstoðarmaður Mourinho, Aitor Karanka, muni sitja fyrir svörum blaðamanna en Jose Mourinho er allt annað en sáttur við spænsku blaðamennina þessa dagana.
Þetta verður áttundi leikur Real Madrid á móti Barca undir stjórn Jose Mourinho og Real hefur aðeins unnið einn; bikarúrslitaleikinn í fyrra. Börsungar hafa unnið þrjá þessara leikja og skorað í þeim 14 mörk gegn aðeins sjö.
Real Madrid hefur aðeins einu sinni náð að halda hreinu á móti Barca í tíð Mourinho á Bernabéu og það var í 1-0 sigrinum í framlengdum bikarúrslitaleik í Valencia í apríl síðastliðnum.
Mourinho skrópar á blaðamannafundinn fyrir El Clasico
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn


Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti
Fleiri fréttir
