Enski boltinn

Mancini hefur áhyggjur af meiðslum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þó svo Man. City sé búið að eyða fúlgum fjár í leikmenn og hafi stóran hóp leikmanna hefur stjóri liðsins, Roberto Mancini, miklar áhyggjur af meiðslum fyrir leikinn gegn Aris í Evrópudeildinni í kvöld.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Grikklandi.

City verður vissulega án sterkra leikmanna eins og Adam Johnson, Nigel de Jong, Micah Richards og James Milner. Mancini er því í smá vandræðum með að manna miðjuna hjá sér.

Svo verður varamarkvörðurinn Shay Given frá í þrjá mánuði. Hann hefur reyndar ekkert þurft að spila í vetur.

"Þetta er stórt vandamál enda margir leikir fram undan. Við erum nánast að spila á þriggja daga fresti," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×