Fótbolti

Eitt klaufalegasta mark allra tíma

Virgil Vries, markvörður Golden Arrows í Suður-Afríku, er orðinn Youtube-stjarna eftir að hann fékk á sig ævintýralegt klaufamark í síðustu viku.

Félagi Vries gaf þá boltann á hann en á einhvern ótrúlegan hátt tókst Vries að missa knöttinn í markið.

Þjálfarinn hans kallaði hann hálfvita eftir leikinn og sagði að þetta væri klaufalegasta mark allra tíma. Má vel færa rök fyrir því.

Markið stórbrotna má sjá hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×