Enski boltinn

Galaxy reiðubúið að lána Beckham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/AP

Forráðamenn LA Galaxy segjast vera opnir gagnvart þeirri hugmynd að David Beckham fari á lánssamningi til liðs í Evrópu nú í vetur.

Keppnistímabilið í bandarísku MLS-deildinni hefst þann 15. mars næstkomandi og hefur Beckham tvívegis verið lánaður til AC Milan á Ítalíu.

Líklegt er að hann fari nú til Englands en þar hefur hann helst verið orðaður við Tottenham og Blackburn. Fleiri lið hafa lýst yfir áhuga, svo sem Everton, Sunderland og Wigan.

Samkvæmt því sem kemur á fréttavef Sky Sports hafa fjórtán félög víða um heim áhuga á að fá Beckham til sín en Galaxy hefur tekið fram að lánssamningur komi aðeins til greina ef kröfum félagsins verður mætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×