Enski boltinn

Reid frá í sex vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Reid fagnar í leik með West Brom.
Steven Reid fagnar í leik með West Brom. Nordic Photos / Getty Images

Steven Reid, varnarmaður West Brom, verður frá keppni næstu sex vikurnar vegna meiðsla.

Reid meiddist á hné í leik West Brom gegn Manchester United um helgina en leiknum lauk með 2-1 sigri United.

„Þetta eru slæmar fréttir fyrir Reid," sagði Roberto Di Matteo, stjóri West Brom, í samtali við enska fjölmiðla. „Hann er okkur mikilvægur leikmaður og hefur verið að spila vel."

Meiðsli Pablo Ibenez eru þó ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast og er stutt í að hann geti spilað á ný. Hann mun þó missa af leiknum gegn Fulham í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×