Enski boltinn

Capello: Rooney betri í kollinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP

Fabio Capello fagnar því að Wayne Rooney sé byrjaður að spila vel á ný og telur að betra hugarástand hans hafi þar mikið að segja.

Rooney komst í fréttirnar í haust þegar að upp komst um framhjáhald hans með vændiskonum.

Síðar var mikið fjallað um yfirlýsingar hans um að hann vildi fara frá Manchester United.

En ekki kom til þess og hjónaband hans stóð af sér áðurnefnda raun. Rooney hefur þar að auki verið að spila betur í undanförnu leikjum en hann gerði í upphafi tímabilsins. Hann skoraði til að mynda tvívegis í leik gegn Aston Villa í vikunni.

„Rooney er frábær leikmaður," sagði landsliðsþjálfarinn Capello í samtali við enska fjölmiðla. „Ég þarf að tala við hann fljótlega en ég er ánægður með hreyfingar hans og sendingar inn á vellinum."

„Og hausinn hans er nú í lagi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×