Enski boltinn

Smalling komin í bann hjá lúxushóteli í London

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chris Smalling.
Chris Smalling.
Chris Smalling, varnarmaður Man. Utd, ákvað að drekkja sorgum sínum eftir tapið gegn Chelsea með stæl. Hann hélt rándýrt partý á hóteli í London.

Smalling fékk dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum og úr spyrnunni skoraði Frank Lampard sigurmark leiksins.

Smalling bauð hópi föngulegra stúlkna í teiti á svitunni sem hann var búinn að leigja á Mayfair-hótelinu.

Var þar hvergi sparað í drykki því hótelreikningurinn hjá Smalling var hálf milljón íslenskra króna.

Mikið gekk á þegar hópurinn skemmti sér í svítunni og var fataskápur meðal annars skemmdur. Teitið var stöðvað klukkan 4.30 þegar kvartanirnar voru orðnar ansi margar frá öðrum hótelgestum.

Hótelið hefur nú sett Smalling á bannlista og hann verður því að gista annars staðar næst er hann kemur til London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×