Enski boltinn

Stoke: Ekkert tilboð í Eið Smára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári kom við sögu í fyrri leik Stoke og United á tímabilinu, þann 24. október síðastliðinn.
Eiður Smári kom við sögu í fyrri leik Stoke og United á tímabilinu, þann 24. október síðastliðinn. Nordic Photos / AFP
Yfirmaður almannatengsla í enska úrvalsdeildarfélaginu Stoke City segir að ekkert tilboð hafi borist í Eið Smára Guðjohnsen.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann staðfesti einnig í samtali við fréttastofu að Eiður Smári verði í leikmannahópi Stoke sem mætir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eiður hefur á ferlinum skorað þrjú mörk í leikjum gegn United á Old Trafford, fleiri en nokkur annar leikmaður í liði Stoke.

Hann hefur þó ekkert fengið að spila með Stoke síðan í lok október og vill kaupa upp eigin samning við félagið, samkvæmt heimildum Vísis, eins og áður hefur komið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×