Ólína leggst gegn áskorun Barðstrendinga 25. mars 2011 11:14 Ólína Þorvaðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti. Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi. "Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við: "Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína. Teigsskógur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti. Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi. "Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við: "Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína.
Teigsskógur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira