Hjólastóllinn kominn í leitirnar Erla Hlynsdóttir skrifar 7. nóvember 2011 12:15 Mynd/Stefán Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. Dóra Bjarnason prófessor sagði frá því í Fréttablaðinu í morgun að fatlaður sonur hennar, Benedikt Hákon Bjarnason, hafi orðið fyrir því að hjólastóll hans hvarf í Elliðaárdalnum í á þriðjudag. Síðan þá hefur Benedikt verið í hjólastól sem hann fékk að láni. Eftir frétt Fréttablaðsins hefur síminn hins vegar ekki stoppað hjá Dóru og er stóllinn kominn í leitirnar. „Ég er bara alveg óskaplega glöð og þakklát, ég er full þakklætis vegna þess að samborgarar hafa tekið eftir þessu. Þau sáu stólinn og létu lögeglu vita, lögreglan sótti hann og við sækjum stólinn á eftir," segir hún.Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn Það voru hjón á kvöldgöngu sem fundu yfirgefinn hjólastól í Elliðaárdalnum og létu lögreglu vita. Dóru finnst afar undarlegt að nokkur maður láti sér detta í hug að fjarlægja hjólastól. „Ég bara varð alveg óskaplega hissa. Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að maður með einhverja hugsun í höfðinu geri svoleiðis. Ég held að þetta hafi kannski bara verið eitthvað flipp, einhver með heldur brenglað skopskyn farið eitthvað af stað með stólinn og skilið hann svo eftir." Dóra og sonur hennar eru afar ánægð, þrátt fyrir þessa óskemmtilegu reynslu. „Mér finnst gott eftir allt sem hefur gengið á í þessu samfélagi að það sé til fólk sem lætur sig svona varða."Þannig að þetta er saga sem sendar vel? „Þetta er sko saga sem endar vel. Alveg ótrúlega vel." Tengdar fréttir Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. Dóra Bjarnason prófessor sagði frá því í Fréttablaðinu í morgun að fatlaður sonur hennar, Benedikt Hákon Bjarnason, hafi orðið fyrir því að hjólastóll hans hvarf í Elliðaárdalnum í á þriðjudag. Síðan þá hefur Benedikt verið í hjólastól sem hann fékk að láni. Eftir frétt Fréttablaðsins hefur síminn hins vegar ekki stoppað hjá Dóru og er stóllinn kominn í leitirnar. „Ég er bara alveg óskaplega glöð og þakklát, ég er full þakklætis vegna þess að samborgarar hafa tekið eftir þessu. Þau sáu stólinn og létu lögeglu vita, lögreglan sótti hann og við sækjum stólinn á eftir," segir hún.Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn Það voru hjón á kvöldgöngu sem fundu yfirgefinn hjólastól í Elliðaárdalnum og létu lögreglu vita. Dóru finnst afar undarlegt að nokkur maður láti sér detta í hug að fjarlægja hjólastól. „Ég bara varð alveg óskaplega hissa. Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að maður með einhverja hugsun í höfðinu geri svoleiðis. Ég held að þetta hafi kannski bara verið eitthvað flipp, einhver með heldur brenglað skopskyn farið eitthvað af stað með stólinn og skilið hann svo eftir." Dóra og sonur hennar eru afar ánægð, þrátt fyrir þessa óskemmtilegu reynslu. „Mér finnst gott eftir allt sem hefur gengið á í þessu samfélagi að það sé til fólk sem lætur sig svona varða."Þannig að þetta er saga sem sendar vel? „Þetta er sko saga sem endar vel. Alveg ótrúlega vel."
Tengdar fréttir Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00