Hjólastóllinn kominn í leitirnar Erla Hlynsdóttir skrifar 7. nóvember 2011 12:15 Mynd/Stefán Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. Dóra Bjarnason prófessor sagði frá því í Fréttablaðinu í morgun að fatlaður sonur hennar, Benedikt Hákon Bjarnason, hafi orðið fyrir því að hjólastóll hans hvarf í Elliðaárdalnum í á þriðjudag. Síðan þá hefur Benedikt verið í hjólastól sem hann fékk að láni. Eftir frétt Fréttablaðsins hefur síminn hins vegar ekki stoppað hjá Dóru og er stóllinn kominn í leitirnar. „Ég er bara alveg óskaplega glöð og þakklát, ég er full þakklætis vegna þess að samborgarar hafa tekið eftir þessu. Þau sáu stólinn og létu lögeglu vita, lögreglan sótti hann og við sækjum stólinn á eftir," segir hún.Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn Það voru hjón á kvöldgöngu sem fundu yfirgefinn hjólastól í Elliðaárdalnum og létu lögreglu vita. Dóru finnst afar undarlegt að nokkur maður láti sér detta í hug að fjarlægja hjólastól. „Ég bara varð alveg óskaplega hissa. Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að maður með einhverja hugsun í höfðinu geri svoleiðis. Ég held að þetta hafi kannski bara verið eitthvað flipp, einhver með heldur brenglað skopskyn farið eitthvað af stað með stólinn og skilið hann svo eftir." Dóra og sonur hennar eru afar ánægð, þrátt fyrir þessa óskemmtilegu reynslu. „Mér finnst gott eftir allt sem hefur gengið á í þessu samfélagi að það sé til fólk sem lætur sig svona varða."Þannig að þetta er saga sem sendar vel? „Þetta er sko saga sem endar vel. Alveg ótrúlega vel." Tengdar fréttir Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. Dóra Bjarnason prófessor sagði frá því í Fréttablaðinu í morgun að fatlaður sonur hennar, Benedikt Hákon Bjarnason, hafi orðið fyrir því að hjólastóll hans hvarf í Elliðaárdalnum í á þriðjudag. Síðan þá hefur Benedikt verið í hjólastól sem hann fékk að láni. Eftir frétt Fréttablaðsins hefur síminn hins vegar ekki stoppað hjá Dóru og er stóllinn kominn í leitirnar. „Ég er bara alveg óskaplega glöð og þakklát, ég er full þakklætis vegna þess að samborgarar hafa tekið eftir þessu. Þau sáu stólinn og létu lögeglu vita, lögreglan sótti hann og við sækjum stólinn á eftir," segir hún.Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn Það voru hjón á kvöldgöngu sem fundu yfirgefinn hjólastól í Elliðaárdalnum og létu lögreglu vita. Dóru finnst afar undarlegt að nokkur maður láti sér detta í hug að fjarlægja hjólastól. „Ég bara varð alveg óskaplega hissa. Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að maður með einhverja hugsun í höfðinu geri svoleiðis. Ég held að þetta hafi kannski bara verið eitthvað flipp, einhver með heldur brenglað skopskyn farið eitthvað af stað með stólinn og skilið hann svo eftir." Dóra og sonur hennar eru afar ánægð, þrátt fyrir þessa óskemmtilegu reynslu. „Mér finnst gott eftir allt sem hefur gengið á í þessu samfélagi að það sé til fólk sem lætur sig svona varða."Þannig að þetta er saga sem sendar vel? „Þetta er sko saga sem endar vel. Alveg ótrúlega vel."
Tengdar fréttir Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00