Enski boltinn

Neville var ekki á 25 manna listanum fyrir Meistaradeildina

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gary Neville er hættur í fótbolta.
Gary Neville er hættur í fótbolta. Nordic Photos/Getty Images

Eins og fram hefur komið hefur er hinn 35 ára gamli Gary Neville hættur í atvinnumennsku í fótbolta og hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Neville hafi tekið ákvörðunina þegar hann áttaði sig á því að nafn hans var ekki á 25 manna lista sem Man Utd skilaði inn til UEFA vegna væntanlegra leikja liðsins í Meistaradeild Evrópu.

Danski markvörðurinn Anders Lindegaard var settur á listann í stað Neville.

Neville lék 602 leiki fyrir Manchester United, varð átta sinnum Englandsmeistari, vann enska bikarinn þrisvar sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Á þessu tímabili hefur Neville aðeins leikið fjóra leiki en keppnistímabilið hefur reynst erfitt fyrir Neville sem hefur glímt við meiðsli.

Miklar líkur eru á því að Neville taki að sér að þjálfa varalið Man Utd en Ole Gunnar Solskjær var í því hlutverki en hann tók við þjálfun norska liðsins Molde í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×