Enski boltinn

Van der Vaart: Tottenham getur spjarað sig án Luka Modric

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael van der Vaart fagnar marki sínu á móti Hearts,
Rafael van der Vaart fagnar marki sínu á móti Hearts, Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollendingurinn Rafael van der Vaart hefur ekki áhyggjur af því þótt að Tottenham selji Króatann Luka Modric til Chelsea. Van der Vaart skoraði eitt marka Tottenham í 5-0 sigri á Hearts í forkeppni Evrópudeildarinnar í vikunni.

„Við höfum enn menn eins og Niko Kranjcar og Jake Livermore. Það eru líka fullt af frábærum leikmönnum í Tottenham," sagði Rafael van der Vaart og bætir við:

„Það er mikið um vangaveltur um Luka Modric og við vitum ekki hvernig þetta fer. Ég vona að hann verði áfram hjá okkur en ef hann fer þá er ég viss um að Kranjcar geti tekið við hans hlutverki því hann er svolítið eins og Luka," sagði van der Vaart.

„Við erum með góðan leikmannahóp og ef við spilum eins og við gerðum á móti Hearts þá getum við unnið öll lið. Ef við spilum líka eins og við gerðum á síðustu leiktíð þá munum við ná árangri. Við erum með gott lið og getum gert eitthvað í vetur," sagði van der Vaart.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×