Enski boltinn

42 ár síðan að Arsenal skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gat ekki leynt vonbrigðum sínum.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það er erfitt að vera stuðningsmaður Arsenal þessa dagana, enda er félagið búið að selja sinn besta leikmann, þarf að stilla upp hálfgerðu varaliði vegna forfalla og hefur ekki enn skorað mark á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að liðið sé búið að spila 180 mínútur af mótinu.

Arsenal tapaði 0-2 á heimavelli á móti Liverpool í dag þar sem bæði mörkin voru vafasöm vegna rangstöðu og komu eftir að Arsenal missti hinn unga Emmanuel Frimpong af velli með tvö gul spjöld.

Það þarf að fara alla leið aftur til tímabilsins 1969-1970 eða aftur um 42 ár til þess að finna það hvenær Arsenal mistókst síðast að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni.

Markatala Arsenal í fyrstu tveimur leikjunum síðustu tíu ár:

2011-12: 0-2 (1 stig)

2010-11: 7-1 (4 stig)

2009-10: 10-2 (6 stig)

2008-09: 1-1 (3 stig)

2007-08: 3-2 (4 stig)

2006-07: 1-2 (1 stig)

2005-06: 2-1 (3 stig)

2004-05: 9-4 (6 stig)

2003-04: 6-1 (6 stig)

2002-03: 4-2 (4 stig) 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×