Enski boltinn

Ferguson og BBC grafa stríðsöxina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Untied.
Alex Ferguson, stjóri Untied. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United og breska ríkisútvarpið, BBC, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kemur fram að stjóri United, Alex Ferguson, muni aftur gefa kost á sér í viðtöl við fréttamenn BBC.

BBC hefur verið í frosti hjá Ferguson undanfarin sjö ár en árið 2004 sýndi sjónvarpsstöð BBC heimildamynd um spillingu í knattspyrnuheiminum. Var syni Ferguson, Jason Ferguson, gefið að sök að hafa stundað mútustarfssemi en hann var þá starfandi sem umboðsmaður knattspyrnumanna.

„Sir Alex mun nú standa til boða fyrir viðtöl á BBC, bæði í Match of the Day, Radio 5 live og á öðrum vettvangi eins og samið hefur verið um,“ sagði í yfirlýsingunni.

Fjölmiðlabann Ferguson á BBC hefur vakið mikla athygli enda staðið lengi yfir. Ferguson hefur í raun verið að brjóta reglur ensku úrvalsdeildarinnar með því að neita BBC um viðtöl og eru sektirnar sem eru hafa hrannast upp á þeim tíma sagðar himinháar.

Fyrst fréttist af viðræðum á milli forráðamanna BBC og United fyrir nokkru síðan og því hefur þetta lengi staðið til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×