Enski boltinn

Ferdinand og Vidic ekki með öruggt sæti í byrjunarliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferdinand og Vidic sitja hér saman á bekknum.
Ferdinand og Vidic sitja hér saman á bekknum. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að þeir Rio Ferdinand og Nemanja Vidic þurfi að hafa fyrir hlutunum ætli þeir sér að komast aftur í byrjunarlið United.

Þeir Ferdinand og Vidic eiga báðir við meiðsli að stríða og misstu af leik United gegn Tottenham á mánudagskvöldið. United vann, 3-0.

Phil Jones og Jonny Evans voru miðverðir United í þeim leik og stóðu sig vel. Enn eru þrjár vikur í að Vidic verði heill af sínum meiðslum en Ferdinand verður líklega klár fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn.

„Rio og Nemanja vita vel hvað ungu strákarnir geta. Þegar þeir verða aftur klárir, eða annar þeirra, þarf ég að taka erfiða ákvörðun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×