Enski boltinn

Brett Emerton kominn heim til Ástralíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emerton í leik með Blackburn.
Emerton í leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
Brett Emerton er farinn frá Blackburn og hefur hann gengið til liðs við Sydney FC í heimalandinu, Ástralíu. Skrifaði hann undir þriggja ára samning við félagið.

Emerton er 32 ára gamall og hefur verið á mála hjá Blackburn í átta ár. Þar áður lék hann með Feyenoord í Hollandi í þrjú ár.

Emerton er fæddur og uppalinn í Sydney og er ekki fyrsta ástralska knattspyrnustjarnan sem kemur aftur heim. Fyrir nokkrum dögum samdi Harry Kewell við Melbourne Victory.

„Þetta eru spennandi tímar fyrir mig,“ sagði Emerton. „Ég er heimastrákur og hlakka til að spila fyrir framan mitt heimafólk. Ég vil þakka bæði Sydney FC og Blackburn fyrir að fá tækifæri til að gera það nú.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×