Innlent

Landsdómur kemur saman klukkan hálf fimm

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsdómur mun fjalla um kröfu Geirs Haarde í dag.
Landsdómur mun fjalla um kröfu Geirs Haarde í dag.
Landsdómur kemur saman í húsnæði Hæstaréttar klukkan hálffimm í dag, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hæstaréttar. Málið verður ekki þingfest formlega, heldur verður tekin fyrir krafa Geirs Haarde um að ákæra Alþingis gegn sér verði felld niður.

Geir H. Haarde krafðist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum að málshöfðunin yrði felld niður, en dómurinn vísaði málinu frá. Lögmaður Geirs, Andri Árnason, kærði frávísunina til landsdóms sem mun taka afstöðu til málsins í dag.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hafa fjórir hæstaréttardómarar beðist undan að taka sæti í dómnum vegna vanhæfis. Það eru þeir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Páll Hreinsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×