Reglustika lögð yfir Reykjavík: „Þetta er kuldaleg kveðja“ 4. febrúar 2011 13:25 Ingibjörg Kristleifsdóttir segir afleiðingar óvissunnar um sameiningarnar jafnast á við að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Starfsfólk á leiksólum sé andlega úrvinda „Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi. Árlegur hátíðisdagur leikskólanna, Stóri leikskóladagurinn, er á sunnnudag en vegna þess að hann fellur á helgi er hann víðast hvar haldinn hátíðlegur í dag. „Við reynum að gleðjast í skugga yfirvofandi sameininga," segir Ingibjörg. Ólíkum stefnum skeytt saman „Þær hugmyndir sem ég hef heyrt af virðast bara hafa verið gerðar þannig að reglustika var lögð yfir Reykjavík og svæðunum skipt upp, algjörlega óháð hefðum og menningu innan hvers skóla," segir Ingibjörg. Hún nefnir dæmi um að ein hugmyndin sé að sameina tiltekinn skóla þar sem Hjallastefnan er við lýði og skóla þar sem Reggio-stefnunni er fylgt í leikskólastarfinu. „Þetta gæti hafa verið ögrandi og áhugavert verkefni ef hugmyndin hefði verið að frumkvæði fólksins í skólunu, en þetta er hugmynd sem kemur bara að ofan," segir hún. Ekkert samráð við leikskólakennara Leikskólastjórar hafa fengið að koma tillögum sínum á framfæri við starfshóp um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, eins og hann heitir, en Ingibjörg gagnrýnir að aðstoðarleikskólastjórar sem og leikskólakennarar hafi ekki fengið að koma að hugmyndavinnunni. Þá segir hún einnig ófá dæmi þess að leikskólastjórar hafi lagt fram raunhæfar hugmyndir við starfshópinn en þeim verið hafnað án skiljanlegra ástæðna. „Þessar breytingar eru bara gerðar ofan frá en ekki á forsendum leikskólastarfsins," segir hún. Þögn ekki sama og samþykki Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður starfshópsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún hefði engin viðbrögð fengið frá leikskólastjórnendum við bréfasendingunni frá í gær, enn sem komið er. „Línurnar hér hafa verið rauðglóandi," segir Ingibjörg. „Þó Oddný hafi ekkert heyrt þá jafngildir það ekki þöglu samþykki," segir hún. „Þessi óvissa og ógn sem hangir yfir er það versta. Það er brútalt að tala um andlegt ofbeldi en þessi óvissa hefur sömu afleiðingar. Fólk er úrvinda út af þessari óvissu," segir hún. Tengdar fréttir Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41 Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
„Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi. Árlegur hátíðisdagur leikskólanna, Stóri leikskóladagurinn, er á sunnnudag en vegna þess að hann fellur á helgi er hann víðast hvar haldinn hátíðlegur í dag. „Við reynum að gleðjast í skugga yfirvofandi sameininga," segir Ingibjörg. Ólíkum stefnum skeytt saman „Þær hugmyndir sem ég hef heyrt af virðast bara hafa verið gerðar þannig að reglustika var lögð yfir Reykjavík og svæðunum skipt upp, algjörlega óháð hefðum og menningu innan hvers skóla," segir Ingibjörg. Hún nefnir dæmi um að ein hugmyndin sé að sameina tiltekinn skóla þar sem Hjallastefnan er við lýði og skóla þar sem Reggio-stefnunni er fylgt í leikskólastarfinu. „Þetta gæti hafa verið ögrandi og áhugavert verkefni ef hugmyndin hefði verið að frumkvæði fólksins í skólunu, en þetta er hugmynd sem kemur bara að ofan," segir hún. Ekkert samráð við leikskólakennara Leikskólastjórar hafa fengið að koma tillögum sínum á framfæri við starfshóp um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, eins og hann heitir, en Ingibjörg gagnrýnir að aðstoðarleikskólastjórar sem og leikskólakennarar hafi ekki fengið að koma að hugmyndavinnunni. Þá segir hún einnig ófá dæmi þess að leikskólastjórar hafi lagt fram raunhæfar hugmyndir við starfshópinn en þeim verið hafnað án skiljanlegra ástæðna. „Þessar breytingar eru bara gerðar ofan frá en ekki á forsendum leikskólastarfsins," segir hún. Þögn ekki sama og samþykki Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður starfshópsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún hefði engin viðbrögð fengið frá leikskólastjórnendum við bréfasendingunni frá í gær, enn sem komið er. „Línurnar hér hafa verið rauðglóandi," segir Ingibjörg. „Þó Oddný hafi ekkert heyrt þá jafngildir það ekki þöglu samþykki," segir hún. „Þessi óvissa og ógn sem hangir yfir er það versta. Það er brútalt að tala um andlegt ofbeldi en þessi óvissa hefur sömu afleiðingar. Fólk er úrvinda út af þessari óvissu," segir hún.
Tengdar fréttir Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41 Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41
Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24