Íslenski boltinn

Ólafur Örn: Spilar eða þjálfar næsta sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Örn ákveður framtíð sína í vikunni.fréttablaðið/daníel
Ólafur Örn ákveður framtíð sína í vikunni.fréttablaðið/daníel
„Ég veit ekki hvað ég geri en það er alveg ljóst að ég mun ekki vera spilandi þjálfari næsta sumar. Ég mun því annað hvort einbeita mér að þjálfun eða spila næsta sumar,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, en hann ætlar að nota vikuna til þess að ákveða framtíð sína.

„Ég veit ég gæti átt tvö góð ár eftir á vellinum. Það var of mikið að vera í þjálfun á sama tíma. Ég get ekki gefið 100 prósent á báðum stöðum og það bæði bitnar á þjálfuninni og mínum leik. Þetta er ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Ólafur Örn.

"Ég mun setjast niður með forráðamönnum Grindavíkur og fara yfir stöðuna. Það verður samt að gerast hratt því það þarf að huga að leikmannamálum og öðru."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×