Níumenningarnir: Myndbandsupptökum úr Alþingi eytt SB skrifar 18. janúar 2011 14:27 Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. Guðlaugur Ágústsson er deildarstjóri þingvarða við Alþingi. Hann lýsti því fyrir dómnum að hann hefði verið sá sem hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að Alþingishúsið væri undir "árás". "Ég tilkynnti lögreglu það að það væri verið að ráðast á okkur, þetta væru ekki fölsk boð," sagði hann. Það sem vakti hins vegar mesta athygli í málflutningi Guðlaugs voru þær upplýsingar sem hann gaf um hið umdeilda myndband sem margsinnis var sýnt við aðalmeðferðina í morgun. Á myndbandinu, sem er um 4 mínútur, sjást aðeins átök mótmælenda við þingverði. Mótmælendur hafa greint frá meintu harðræði lögreglunnar en engar upptökur eru til af því. Guðlaugur lýsti því að hann hefði ekki hlotið neina beiðni um heildarupptökuna frá lögreglu. Hann hefði reyndar ekki hlotið neina beiðni yfir höfuð heldur hefði hann af sjálfsdáðum tekið þetta myndbrot úr öryggisvélunum og afhent forsætisnefnd. Verjandi spurði: "Af hverju var ekki allt myndskeiðið afhent heldur bara hluti" og Guðlaugur svaraði: "Það var aldrei óskað eftir neinu meiru?" Þá kom fram að í dag er ekki mögulegt að fá heildarsýn yfir atburðina. Guðlaugur upplýsti að eftir um tíu daga eyðast upptökurnar út því sama spólan sé notuð aftur og aftur. Dómari spurði þá hvort það væri bara tilviljun að myndbandið væri til? "Það var mín ákvörðun að taka niður þennan hluta af efninu," sagði Guðlaugur. Dómari spurði þá af hverju hann tók ekki niður alla atburðarrásina. "Ég man það ekki," svaraði Guðlaugur. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Heyra mátti gesti í dómsal taka andköf þegar deildarstjóri þingvarða lýsti því yfir að upptökum sem varpað gætu ljósi á heildarmynd atburðanna örlagaríku væru horfnar. Þingvörðurinn afhenti forsætisnefnd fjögurra mínútna myndbandsbút sem sýndu átök mótmælanda við þingverði en restin er horfin. Guðlaugur Ágústsson er deildarstjóri þingvarða við Alþingi. Hann lýsti því fyrir dómnum að hann hefði verið sá sem hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að Alþingishúsið væri undir "árás". "Ég tilkynnti lögreglu það að það væri verið að ráðast á okkur, þetta væru ekki fölsk boð," sagði hann. Það sem vakti hins vegar mesta athygli í málflutningi Guðlaugs voru þær upplýsingar sem hann gaf um hið umdeilda myndband sem margsinnis var sýnt við aðalmeðferðina í morgun. Á myndbandinu, sem er um 4 mínútur, sjást aðeins átök mótmælenda við þingverði. Mótmælendur hafa greint frá meintu harðræði lögreglunnar en engar upptökur eru til af því. Guðlaugur lýsti því að hann hefði ekki hlotið neina beiðni um heildarupptökuna frá lögreglu. Hann hefði reyndar ekki hlotið neina beiðni yfir höfuð heldur hefði hann af sjálfsdáðum tekið þetta myndbrot úr öryggisvélunum og afhent forsætisnefnd. Verjandi spurði: "Af hverju var ekki allt myndskeiðið afhent heldur bara hluti" og Guðlaugur svaraði: "Það var aldrei óskað eftir neinu meiru?" Þá kom fram að í dag er ekki mögulegt að fá heildarsýn yfir atburðina. Guðlaugur upplýsti að eftir um tíu daga eyðast upptökurnar út því sama spólan sé notuð aftur og aftur. Dómari spurði þá hvort það væri bara tilviljun að myndbandið væri til? "Það var mín ákvörðun að taka niður þennan hluta af efninu," sagði Guðlaugur. Dómari spurði þá af hverju hann tók ekki niður alla atburðarrásina. "Ég man það ekki," svaraði Guðlaugur.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira